17.10.2008 | 14:45
Drullaðu þér úr nærbuxunum stelpufífl!
Minning kom upp í kollinn frá því ég var barn þegar ég las um fréttinn um drenginn sem var neyddur í sturtu.Þegar ég var barn í skóla þá áttum við stelpurnar í bekknum mjög kikk íþróttakennara, og aðrir bekkir líka sem hann kenndi.Þetta byrjaði í 11 ára og 12 ára bekk þegar margar stúlkurnar voru byrjaðar á blæðingum.Þegar það var sund eða íþróttatími, þá báðu sumar stúlkurnar um leyfi frá tíma, eða horfa á eins og það var kallað þá.Þessi mannaumingi fór fram á það, að við girtum niður um okkur buxur og naríur til að sjá bindið og blóðið.Ég og nokkrar aðrar stúlkur gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta væri óeðlilegt.(ég var ein af þeim sem girti niður um mig).Eitt sinn í 12 ára bekk sem heitir 7 bekkur í dag, var það í einum tímanum að ég komst ekki í sund vegna þess að ég var á túr.Sundkennarinn fór fram á að ég girti niður um mig til að sjá bindið, en það var ekkert bindi.Hann segir mig vera að ljúga til að sleppa við að fara í sund, sem var auðvitað ekki satt.Hvar er þá bindið segir fíflið, ég er ekki með bindi heldur túrtappa segi ég.áður en ég vissi hafði hann séð spottan og kippt niður tappanum.Það var ofsalega sárt þegar fíflið gerði þetta, og líka leið mér eins og aula,með buxurnar niður um mig og kennarfíflið standandi fyrir framan mig með blóðugan tappann.
Ég klagaði hann auðvitað og afsökunin var sú, að hann vildi fá að sjá bindin til að vera viss um að við værum að segja satt, til að sleppa ekki við sund eða leikfimi.Ég man ekki ekki eftir því hvort mikið mál hafi verið gert úr þessu, fékk örugglega áminningu.Ég hætti hins vegar að fara í sundtíma þennan vetur, og stuttu seinna fluttum við í annað hverfi næsta ár.
langaði að deila þessu með ykkur.Svona ósvífni er úti um allt.
Athugasemdir
úff hrikalegur dóni
knús á þig
Líney, 17.10.2008 kl. 16:08
Þvlík ósvífni. Tel nú samt víst að svona framferði yrði ekki liðið í dag og maður sem kæmi svona fram við nemndur yrði tafarlaust settur af og mjög líklega ákærður.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 16:46
Já, ótrúleg ósvífni og ég held að það sé rétt að ástandið hefur lagast en ég man eftir gæjugati á hruð að búningsklefa stelpnanna og það var altalað að við það stæði íþróttakennarinn á meðan hann beið eftir stelpunum.
Marta Gunnarsdóttir, 18.10.2008 kl. 00:32
þvilíkur dóni, þetta er ófyrirgefanlegt með öllu.
knús til þín frá Gleymmerei og Emmu.
Brynja Dögg Ívarsdóttir, 18.10.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.