Færsluflokkur: Vefurinn

Klámvísur í kreppunni.(bannað yngri en 18)hehehe


Very sexy

 
ég hef einstaklega gaman af klámvísum, og léttum bröndurum.Flestir feministar halda því fram að konum þyki fyrir neðan allar hellur léttar klámvísur og brandarar.Því er ég ekki samála, og skemmti mér yfir þessu á erfiðum tímum.Það skiptir öllu máli að hætta ekki að brosa og knúsast á þessu krepputímabili, sem tröllríður þjóðinni.Ég mæli með því að þið lokið fyrir fréttir-spjallþætti í útvarpi og sjónvarpi, og takið ykkur frí frá krepputali og stýrivöxtum.Þetta eru mannskemmandi tímar fyrir alla, og takið frá stutta stund, og skemmtið ykkur yfir vísunum sem ég hef safnað samann á síðunni.(blikk-blikk)
HeartGrin
 

Jón minn hefur litla lyst,

langtum betur aðrir sóttu.

Það var aðeins allra fyrst

að hann réri á hverri nóttu.

Wink

sexy

Ég besefan viðra um bjarta nótt,

og bjartsýnn ég áfram hann teymi.

Ótrauður áfram haldinn sótt,

öllum verkjum bara gleymi.

LoL

Upp á konuna kemst ég ekki,

krankleikinn er slíkur.

Þetta böl nú ég þekki,

að þurfa’ afþakka píkur.

Wink

Hann var gripinn við að gera’ða,

gómaður með Höllu.

Hann var ekkert að fela’ða,

og fór bara úr öllu.

 Smile

Með bísperrt sparitól,

ég spenntur bíð og vona.

Að nokkrum nóttum eftir jól,

njótumst ég og mín kona.

Joyful

 

Botninn prýðir bústna snót,

brjóstin einnig lagleg.

Tel að ekki hætis hót,

hún sé mönnum skaðleg.

 

 

SexY

Þér við lendar ljúfa frú,

læt ég endast nótt án trega.

All-vel kenndur er ég nú,

og mér stendur bærilega.

 GrinLoLHappy

Fann þessar vísur hér og þar umnetið hehe.vonandi verður ykkur ekki brátt í brók af vísunum. 

 

 

 

 


Vildi senda ykkur góðar kveðjur

Sendi ykkur góðar kv inn í nýja viku.Tendrið á kertum og fáið ykkur heittan drykk, og hafið það notalegt í skammdeginuHeart.Ég elska skammdegið og rökkrið, að vefja minn inn í notalegt teppi og horfa í kertaljósið.Óska ykkur þess sama......................

2190773091_68b0a15d4e

kv bs..........


Heklugos

heil og sæl.
 
ég held að það væri mjög gott fyrir þjóðfélagið ef Hekla mundi gjósa!Spennan í þjóðfélaginu hefur safnast upp út af bankaráninu fræga(eða bankahrun),verðbólgan á eftir að springa út.Það mundi minka spennuna ef gos yrði, ég hef fulla trú á því.Það þarf að fylgjast vel með ferðum á fjallið næstu mánuði, svo ekki verði manntjón við gosið.Það yrði hreinsandi gos fyrir landiðHalo.
kv frá Borgarfjarðarskottu sem gékk aftur hehe.
hekla

mbl.is Hekla getur gosið hvenær sem er
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

önnur draugasaga.....gleðra1.

Um 1840 bjó sá maður að Hvammi í Eyjafirði er Ólafur hét; hjá honum var vinnukona er Soffía hét. Einn jóladag fór bóndi til kirkju og fékk Soffía leyfi hjá konunni að fara kynnisferð út í Kræklingahlíð því hún hafði verið vinnukona áður í Lögmannshlíð. Nú fór hún á stað seint á jóladaginn og var fylgt út fyrir Glerá, en þá fór að dimma, bæði af kafaldi og kveldi, og gerði versta norðanbyl um nóttina sem hafður er í minnum. Á annan í jólum er kafaldinu stytti upp fannst hún örend á þúfu fyrir neðan Lögmannshlíð. Hún var svo flutt heim, og Ólafur nokkur er átti að smíða utan um hana gat ei haldizt við á kveldin í húsinu fyrir reimleika.

    Eftir þetta fór stúlku [er Elísabet hét] á Öngulsstöðum að dreyma kvenmann er henni þótti koma á gluggann upp yfir sér; stúlkan þóttist spyrja hana að heiti og því hún léti sig ei í friði. Hin kvaðst heita S. Gleðra, og hitt, að gera henni óróa og svefnleysi ásamt fleirum, svo sem Þorláki og Gónýju (Guðnýju). Nú var haft rúmskipti við stúlkuna, en það fór allt á sömu leið og kom Gleðra til hennar því oftar og það á hverri nóttu er hún sofnaði. Margt talaði hún við Elísabet og er þetta hið helzta: Einu [sinni] sagðist Gleðra hafa haft fæturnar sinn í hverjum glugga á baðstofunni og horft inn um hvern á víxl. Eitt kveld kvað hún fólkið hafa mikinn hlátur inni og mest hefði það gengið yfir sig hvað hlátursefnið hefði verið lítið, og kom það heim við sögn hennar. Hún kvaðst eiga heima í Þverárgilinu og hefði hún þar tvo félaga er hétu Gíon (Guðjón) og Keián (Kristján), en það vissu menn að tveir piltar höfðu dáið af slysum, annar orðið úti í Kaupangssveit, en hinn farið í Þverá. Elísabet þóttist spyrja hana að, því hún væri svona á gangi; Gleðra kvað þær orðsakir til þess að hún fengi ei næði að hvíla kyrr, hún hefði aldrei lesið faðirvor, farið ævinlega til kirkju fyrir siðasakir og sofið undir prédikuninni bæði í kirkju og heimahúsum, og þótti mönnum það satt vera.

    Eina nótt var lagt Nýja testamentið eða einhver guðsorðabók ofan á stúlkuna; þá dreymdi hana Gleðru; hún kvaðst hafa rekið sig á eitthvað illt og meitt sig. Eftir þetta var stúlkunni komið á burt að Kristnesi og hætti hana þá að dreyma Gleðru fyrir fullt og allt. En þá fór stúlku er Margrét hét í Helgárseli að dreyma Gleðru upp á sama hátt og Elísabet. Margrét þóttist spyrja hana að, því hún léti sig ei vera; Gleðra kvað hana vera svo hjartadeiga. Stúlkan spurði hana margs og leysti hún úr því. Einu sinni þóttist Margrét heyra hringl í vasa henar og spyr um það; Gleðra kvað það vera krákuskel og nafar. Einu sinni spurði Margrét hana að hvernig á Grýtudraugnum hefði staðið; Gleðra kvað hann af manna völdum verið hafa , eða J…á M……..

    Einu sinni sagði hún stúlkunni að hún hefði í þremur sporum frá Lögmannshlíð og að Helgárseli. Einu sinni spurði Margrét Gleðru að hvar fyrir húfa hennar væri svona ljót og óhrein; Gleðra kvað hana samboðna þeim félagsskap er hún væri í . Einu sinni sagði Gleðra stúlkunni frá svipu er týnzt hafði, og fannst hún í þeim sama stað. Svo fór með tímanum að stúlkan varð ekki mönnum sinnandi, og vissu menn ei hvaða bragða menn skyldu neyta með það. Loksins tóku menn upp á því að láta Margrétu spyrja Gleðru að því í svefni hver ráð ætti við að hafa. Það þóttist Margrét gera. Gleðra kvað sér ei neitt um það gefið, en sagði þó að ef reknir væru fjórir stálnaglar ofan í leiðið sitt mundi það duga, eins og Nonni (Jón) í Hlíð hefði ráðlagt. Nú var farið til járnsmiðs eins, Ólafs á Svertingsstöðum í Kaupangssveit; smíðaði hann fjóra stálnagla, fékk Margrétu og fór hún eina nótt út að Lögmannshlíð. Og ráku þeir bræður Ólafur og Jón naglana ofan í leiðið og var Margrét viðstödd á meðan. Eftir þetta dreymdi Margrétu aldrei Gleðru, og varð lítið vart við hana síðan; áður höfðu ýmsir orðið varir við hana í Kræklingahlíð og oft var það í Hvammi um veturinn að sá sem leysti heyið handa kúnum í hlöðunni, að hann heyrði gengið um hlöðuna og eins og skrjáfaði í freðnum fötunum.


Fjölgar hjá presley..

já það er ekki auðvelt að vera í the presley familyBlush.Fjölmiðlar hömuðust á Lísu mary á meðan hún var ófrísk, vegna þess að þessi elska bætti aðeins á sig.Líktu henni við pabba hennar sem fitnaði mikið undir það síðasta.Lísa hótaði málsókn, og fjölmiðlar báðu hana afsökunnar.

Ég hef alltaf verið mikill presley aðdáandi frá barnsaldri, og hún er svo sannarlega lík pabba sínum.

kæra lísa mary,,til hamingju með börninLoL.


mbl.is Fjölgar í Presley fjölskyldunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undir sæng með esb eða rússum.

Velkomin aftur Ingibjörg Sólrún.Maður veit ekki hvor kosturinn er skárri?Eigum við að fara í eina sæng með esb eða fara norsku leiðina.Ekki hafa þeir komið vel fram við okkur stóru kallarnir innan esb.Af hverju halda íslendingar að þeir fái sérmeðferð hjá esb?Við erum ekkert stórríki!Ég mundi velja norsku leiðina!

Woundering


mbl.is Ingibjörg Sólrún: Fyrst IMF og svo ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband